Þetta lúxushús í Flórída er einstaklega fjölskylduvænt og gerir fríið að sannkölluðu draumafríi í ævintýralandi Disney. Húsið er byggt árið 2008 og þ.a.l allt nýtt. Staðsett rétt um 2,5 km frá Disney í lokuðu hverfi (sem er vaktað/mannað allan sólarhringinn) og kallast Windsor Hills. Í húsinu eru 5 svefnherbergi. 3 þeirra með king size rúmi, og tvö herbergi eru með tvö Twin rúm, svo er svefnsófi í stofunni sem getur tekið 2, þannig möguleiki fyrir allt að 12 manns. Hvert svefnherbergi hefur sitt baðherbergi, flatskjá og cable. Húsið er um 220 fermetrar þannig það er mjög rúmgott og eru tvö svefnherbergi uppi og þrjú niðri.

Það er einkasundlaug við húsið og heitur pottur, verönd, garðhúsgögn og sólbekkir. Hægt er að panta hita í sundlaugina og mælt er með því frá okt-apr. Í sjónvarpsherberginu er 42" flatskjár með DVD, VCR. Leikherbergið er veröld útaf fyrir sig, þar er að finna billiard borð, þythokkí, fótboltaspil, barnahorn, barborð og stóla ásamt litlum kæli. Við hliðiná húsinu er skemmtilegur leikvöllur fyrir börn með rólum og fleiri leiktækjum. Húsið er á horni þannig það stendur mjög skemmtilega og er alveg miðsvæðis í hverfinu.

Borðstofuborðið er stækkanlegt fyrir allt að 12manns, en eldhúsborðið er ætlað fyrir 4-6. Eldhúsið er með öllu sem þarf til að útbúa veislumat ásamt hinu venjulega sem við þörfnumst daglega, einsog ristavél, kaffikönnu, örbylgjuofni og svo frv.

Internet er í húsinu og sími sem leigjendur geta notað gjaldfrjálst og hringt innan Bandaríkjanna.

Hverfið er allt lokað og mannað allan sólarhringinn, þar er líka að finna samkomuhús (club house) með stórri sameiginlegri sundlaug og vatnsrennibraut. Í húsinu er spilasalur, borðtennis, körfubolti, blakvellir, tennisvellir og fl. Það er um 10 mínútna gangur niður að samkomuhúsinu. Golfvellir eru allt í næsta nágrenni og af öllum gæðaflokkum og verðflokkum.

> Frá 193$ nóttin!
> 5 Svefnherbergi > Reyklaust
> 5 Baðherbergi > Sundlaug
> Hýsir 12 manns! > Leikherbergi
> Hafa Samband
Anna Lára / Arnar Jökull
GSM: 897-2113 / 858-4293